Sarín: Ósýnilega vopnið

Mynd frá sýrlensku fréttastofunni Shaam News Network shows sýnir lík …
Mynd frá sýrlensku fréttastofunni Shaam News Network shows sýnir lík barna sem sögð eru hafa dáið af völdum sarín taugagass. AFP

Taugagasið sa­rín er uppistaða þeirra efna­vopna sem sýr­lensk stjórn­völd eru sökuð um að hafa notað gegn al­menn­um borg­ur­um. Banda­rísk stjórn­völd segja beit­ingu þess­ara vopna kornið sem fyllti mæl­inn, en hvað er sa­rín? 

Nafnið er myndað úr nöfn­um efna­fræðing­anna sem fyrst­ir upp­götvuðu það: Schra­der, Am­bros, Rüdiger og Vand der Linde. Þeir ætluðu sér að þróa öfl­ugt mein­dýra­eit­ur, en nas­ist­ar sáu sér leik á borði og þróuðu sa­ríngas áfram sem efna­vopn í aðdrag­anda síðari heims­styrj­ald­ar, árið 1938.

Saddam notaði sa­rín

Sa­ríngas var þó aldrei notað í bar­dög­um í Seinna stríði, en það varð al­ræmt þegar íraski ein­ræðis­herr­ann Saddam Hus­sein beitti því ásamt öðrum efna­vopn­um í þjóðern­is­hreins­un­um gegn Kúr­d­um í bæn­um Hala­bja árið 1988.

Allt að 5.000 Kúr­d­ar létu lífið í árás­inni og 65.000 særðust. Íraks­her notaði sam­bland af sa­rín, sinn­epsgasi og hugs­an­lega taugagasinu VX sem er 10 sinn­um öfl­ugra en sa­rín. Árás­in í Hala­bja er tal­in vera al­var­leg­asta eit­urga­sárás sem nokk­urn tíma hef­ur verið gerð á al­menna borg­ara.

Jap­ansk­ur sér­trú­ar­söfnuður notaði sa­ríngas einnig, í hryðju­verka­árás­um á neðanj­arðarlest­ar­kerfi Tókýó í mars 1995 og árið áður í borg­inni Matsu­moto. Alls létu 20 manns lífið í þess­um tveim­ur árás­um en yfir 6000 særðust af völd­um gass­ins, m.a. misstu marg­ir sjón.

Lam­ar miðtauga­kerfið

Sa­ríngas ræðst á tauga­kerfið við inn­önd­un. Það hef­ur lam­andi áhrif á önd­un­ar­fær­in og vöðvana um­hverf­is lung­un. Sa­rín veld­ur því dauða með köfn­un. Ein­kenni sa­rínga­seitr­un­ar geta m.a. verið ógleði og mik­ill höfuðverk­ur, sjóntrufl­an­ir, vöðvakramp­ar, önd­unar­örðug­leik­ar og meðvit­und­ar­leysi.

Í miklu magni, s.s. 200 mg skammti með inn­önd­un, get­ur sa­ríngas leitt til dauða inn­an nokk­urra mín­útna án þess að ein­kenn­in nái að sjást. Áhrif­in eru hæg­ari kom­ist eitrið í fljót­andi formi í nert­ingu við húðina og get­ur þá liðið hálf­tími eða leng­ur áður en fyrstu ein­kenni koma fram.

Sa­rín veld­ur ekki alltaf dauða en það hef­ur yf­ir­leitt alltaf í för með sér mik­inn skaða m.a. á lung­um, aug­um og miðtauga­kerf­inu. Sa­rín er eðlisþyngra en súr­efni og get­ur því hangið í and­rúms­loft­inu í allt að 6 klukku­stund­ir.

Banda­ríkja­menn full­viss­ir um notk­un sa­ríns

Sýr­lensk stjórn­völd eru tal­in hafa yfir hundruðum tonna af ým­is­kon­ar efna­vopn­um að ráða. Þá er talið ljóst að Sýr­lands­her sé tækni­lega fær um að dreifa slíku eit­urgasi.

Allt að þrjár vik­ur gætu liðið áður en end­an­leg­ar niður­stöður liggja fyr­ir í rann­sókn vopna­eft­ir­lits­manna Sam­einuðu þjóðanna í Dam­askus. Banda­ríkja­menn segj­ast hins­veg­ar hafa full­vissu um að því hafi verið beitt að und­ir­lagi sýr­lenskra stjórn­valda.

John Kerry ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkja­manna sagði í að í hár- og blóðsýn­um sem tek­in hefðu verið á vett­vangi árás­anna í Dam­askus 21. ág­úst væri að finna leif­ar sa­ríns.

Sýn­in voru að sögn Kerry af­hent Banda­ríkj­un­um ein­um og voru ekki liður í rann­sókn Sam­einuðu þjóðanna. Áður hafði Kerry greint frá því á föstu­dag að 1.429 hefðu látið lífið í efna­vopna­árás­un­um, þar af 426 börn.

Mynd frá sýrlensku fréttastofunni Shaam News Network shows sýnir lík …
Mynd frá sýr­lensku frétta­stof­unni Shaam News Network shows sýn­ir lík barna sem sögð eru hafa dáið af völd­um sa­rín taugagass. -
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert