Sir David Frost látinn

David Frost.
David Frost. AFP

Breski sjónvarpsmaðurinn sir David Frost er látinn, 74 ára að aldri. Banamein hans var hjartaáfall, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins.

Fjölskylda hans sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að Frost hafi verið að halda ræðu um borð í Queen Elizabeth-skemmtiferðaskipinu í gærkvöldi. 

Frost kom víða við á sínum langa ferli. Hann starfaði við fréttamensku, skrifaði gamanefni og stýrði sjónvarpsþáttum, m.a. þættinum The Frost Report. 

Fram kemur á vef BBC, að heimsbyggðin eigi eftir að minnast Frosts vegna þeirra viðtala sem hann tók við Richard Nixon, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Kvikmynd, sem bar heitið Frost/Nixon og segir þessa sögu, var frumsýnd árið 2008. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert