Kerry mætir á fund ESB-ráðherra

John Kerry
John Kerry AFP

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, mun mæta á fund utanríkisráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins sem haldinn verður í Vilnius á laugardag. Meðal annars verður rætt um stöðu mála í Sýrlandi á fundinum.

Í bréfi sem Catherine Ashton, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB, kemur fram að hægt verði að skiptast á skoðunum við Kerry um það sem helst er á baugi á fundinum. 

Auk Sýrlands verður rætt um Egyptaland og málefni Miðausturlanda á fundinum.

Frakkland er eins stóra ríkið í ESB sem hefur staðfest þátttöku í hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Sýrlandi en Frakkar eru almennt lítt hrifnir af fyrirhugaðri innrás í Sýrland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert