Myndir af Díönu Nyad koma að landi

Diana Nyad var vel fagnað þegar hún koma að landi …
Diana Nyad var vel fagnað þegar hún koma að landi í Flórída. ANDY NEWMAN

„Maður á aldrei að gefast upp,“ sagði Diana Nyad sem í dag varð fyrsta manneskjan til að synda frá Kúbu til Flórída. Henni var vel fagnað þegar hún kom að landi í Key West í Flórída. Sundið reyndi mikið á hana, en hún synti samfleytt í 53 klukkustundir.

„Maður er aldrei of gamall til að láta drauma sína rætast,“ sagði Nyad við mannfjöldann sem safnaðist saman á ströndinni til að taka á móti hanni. Nyand er 64 ára gömul, en henni tókst að synda þessa löngu leið í sinni fimmtu tilraun.

Hún tók fram að það kynni að líta svo út sem hún hefði verið ein í þessu verkefni, en sannleikurinn væri sá að margir hefðu stutt hana og án þessa stuðnings hefði þetta aldrei tekist.

Synti í 53 tíma frá Kúbu

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert