50-100 hermenn drepnir vikulega

Endurhæfing karla á gervilimaverkstæði Rauða krossins í Gulbahar í norðurhluta …
Endurhæfing karla á gervilimaverkstæði Rauða krossins í Gulbahar í norðurhluta Afganistan.

50-100 afganskir hermenn eru drepnir í hverri viku. Þetta segir Mark Milley, hershöfðingi í bandaríska hernum í Afganistan. Hann segir ljóst að mannfallið sé að aukast.

Milley segir mannfall meðal hermanna í afganska hernum sé verulegt. Hann segir að bandaríski herinn í Afganistan reyni að lágmarka manntjónið með því að þjálfa afganska herinn og tryggja hermönnum sem slasast aðganga að heilbrigðisþjónustu.

Milley segir að mannfallið sé farið að nálgast það sem var í Víetnamstríðinu, en Bandaríkjamenn misstu um 58 þúsund hermenn í stríðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert