Castro framdi sjálfsvíg

00:00
00:00

 Fang­els­is­yf­ir­völd hafa staðfest að Ariel Castro, sem rændi, pyntaði og nauðgaði þrem­ur kon­um í um ára­tug á heim­ili sínu í Ohio í Banda­ríkj­un­um, hafi framið sjálfs­víg en hann fannst lát­inn í klefa sín­um í nótt.

JoEll­en Smith, talskona fang­els­is­mála­stofn­un­ar Ohio seg­ir að ekki leiki vafi á að um sjálfs­víg hafi verið að ræða en hann hengdi sig.

Spurn­ing­ar hafa kviknað um hvernig Castro hafi getað framið sjálfs­víg ef jafn grannt var fylgst með hon­um og fang­els­is­mála­yf­ir­völd hafa haldið fram. Sam­kvæmt þeim var Castro einn í klefa en fanga­vörður leit inn til hans á hálf­tíma fresti.

Smith neit­ar að gefa upp nán­ari upp­lýs­ing­ar um and­lát Castros annað en að rétt­ar­meina­fræðing­ur væri bú­inn að skoða líkið og von væri á frek­ari upp­lýs­ing­um inn­an skamms.

Castro var fund­inn sek­ur um að hafa rænt Michelle Knigth, Amöndu Berry og Ginu DeJ­es­us þegar þær voru 20, 16 og 14 ára og haldið þeim föngn­um. Castro var dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi fyr­ir brot sín en hann samdi við sak­sókn­ara um að lýsa yfir sekt gegn því að ekki yrði farið fram á dauðarefs­ingu.

Ná­grann­ar Castros telja að hann hafi jafn­vel gert stúlk­un­um sem hann beitti of­beldi greiða með því að fremja sjálfs­víg.

Ariel Castro
Ariel Castro HO
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert