Árás samþykkt með 10 atkvæðum gegn 7

Martin Dempsey, formaður herráðs Bandaríkjahers, Chuck Hagel, varnarmálaráðherra og John …
Martin Dempsey, formaður herráðs Bandaríkjahers, Chuck Hagel, varnarmálaráðherra og John Kerry utanríkisráðherra á fundi nefndarinnar í gær. JIM WATSON

Ut­an­rík­is­mála­nefnd öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings samþykkti í dag með 10 at­kvæðum gegn 7 að styðja til­lögu sem heim­il­ar loft­árás­ir á Sýr­land. Bú­ist er við að gerðar verði árás­ir á landið í næstu viku.

Til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir að heim­ilað verði að gera tak­markaðar árás­ir á Sýr­land í 90 daga og að heim­ilt verði að fram­lengja þess­ar árás­ir um 30 daga til viðbót­ar. Ekki er gert ráð fyr­ir að banda­rísk­ir her­menn séu send­ir til Sýr­lands.

Til­lag­an verður tek­in fyr­ir í öld­unga­deild­inni í næstu viku. Demó­krat­ar fara með meiri­hluta í öld­unga­deild­inni, en Re­públi­kan­ar í full­trúa­deild­inni.

Fyrr í dag var ákveðið að umræða færi fram í franska þing­inu um mögu­lega árás á Sýr­land. Þingið mun ekki greiða at­kvæði um málið, en sam­kvæmt lög­um í Frakklandi hef­ur for­seti lands­ins heim­ild til að taka ákvörðun um beit­ingu hervalds.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert