Fundur leiðtoga G20 ríkjanna staðfestir að valdamestu ríki heims geta ekki komið sér saman um hvernig eigi að taka á málefnum Sýrlands.
Enrico Letta, forsætisráðherra Ítalíu, sagði á Twitter eftir að leiðtogarnir höfðu staðið upp að loknum kvöldverði, að fundurinn staðfesti að það væri engin samstaða meðal þeirra um málefni Sýrlands.