Síðasti lífvörður Hitlers látinn

Rochus Misch
Rochus Misch JOHN MACDOUGALL

Rochus Misch, fyrrverandi lífvörður Hitlers, er látinn 96 ára  að aldri. Hann varð vitni að síðustu klukkutímunum í lífi nasistaleiðtogans, en hann framdi sjálfsvíg í Berlín 1945.

Misch sá um símasamskipti í neðanjarðarbyrginu þar sem leiðtogar þýska Nasistaflokksins dvöldu undir lok stríðsins. Hann sagði að Hitler hefði ekki verið skrímsli eða ofbeldisfullur, heldur frekar eins og venjulegur maður.

Í gegnum árin sendu margir bréf til Misch þar sem hann var beðinn um eiginhandaráritun. Hann sagði í samtali við æsifréttablaðið Berliner Kurier árið 2011 að hann hefði fengið bréf alls staðar að úr heiminum, m.a. frá Íslandi. Misch hafði þann vana á að senda aðdáendum sínum undirrituð eintök af ljósmyndum af sjálfum sér í SS-búningi á tímum seinna stríðs. 

Eftir stríðið var Misch í níu ár í vinnubúðum í Sovétríkjunum en var sleppt árið 1954. Hann starfaði síðar sem lífvörður og bílstjóri þar til hann keypti lítið málningarfyrirtæki sem hann starfaði við þar til hann hætti að vinna.

Ævisaga hans, Der letzte Zeuge, kom út árið 2008 í Þýskalandi. Mitch var ráðgjafi við gerð bíómyndarinnar Valkyrie.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert