Það er ekki aðeins á Íslandi sem merkingar vegna hjólreiðastíga komast í fréttirnar. Svo virðist sem íbúar Osló hafi tekið málin í sínar eigin heldur og útbúið hjólreiðastíg á einni götu borgarinnar. Stígurinn er afmarkaður með brotinni, dálítið skakkri línu, og mynd af reiðhjóli á báðum endum götunnar.
Þegar blaðamaður Osloby hafði samband við yfirvöld í borginni, hafði upplýsingafulltrúi bæjarins ekki heyrt um nýju merkingarnar. Að hans sögn verða merkingarnar fjarlægðar hið snarasta, í síðasta lagi eftir helgi.