Rússar fengið „ný sönnunargögn“

Uppreisnarmenn í Sýrlandi.
Uppreisnarmenn í Sýrlandi. AFP

Sýr­lensk stjórn­völd hafa látið Rússa fá gögn sem gefa í skyn að upp­reisn­ar­menn hafi staðið að baki efna­vopna­árás­inni í ná­grenni Dam­askus 21. ág­úst, ekki stjórn­ar­her­inn. Þetta sagði aðstoðar­ut­an­rík­is­ráðherra Rússa eft­ir fund með sýr­lensk­um stjórn­völd­um í Dam­askus.

Ráðherr­ann, Ser­gei Rya­b­kov, seg­ir að sýr­lensk stjórn­völd segi að gögn­in sem Rúss­ar fengu tengi upp­reisn­ar­menn­ina við árás­ina. 

Rya­b­kov seg­ir einnig að Rúss­ar hafi orðið fyr­ir von­brigðum með skýrslu Sam­einuðu þjóðanna um efna­vopna­árás­ina. Skýrsl­an væri ein­hliða og efnið í hana valið sér­stak­lega. Hann seg­ir að án heild­ar­mynd­ar­inn­ar geti Rúss­ar ekki dregið aðra álykt­un en þá að niðurstaða skýrsl­unn­ar sé ein­hliða og hlut­dræg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert