Fjárhættuspilari tapaði máli gegn spilafyrirtæki

Bjarte Baasland
Bjarte Baasland

Norskur fjárhættuspilara, sem tapaði tæplega 1,5 milljarði króna í fjárhættuspili á netinu, tapaði í dag dómsmáli gegn spilafyrirtækinu. Hann taldi að fyrirtækið hefði gerst sekt um ábyrgðareysi með því að leyfa honum spila með svo háar upphæðir.

Bjarte Baasland tapaði um 70 milljónum norskum krónum í fjárhættuspili. Hann fjármagnaði spilasýki sína með því að fá peninga lánaða frá fjölskyldu sinni og  vinum. Fjölskyldan varð gjaldþrota vegna hans og móðir hans var lögsótt vegna fjársvika sem tengjast fjárhættuspili sonarins. Faðir Baasland var biskup í Noregi og neyddist til að segja af sér vegna málsins.

Baasland höfðaði mál gegn spilafyrirtækinu Centrebet árið 2009. Fyrirtækið taldi að norsk lög hefðu ekki lögsögu í málinu. Árið eftir komst Hæstiréttur Noregs að þeirri niðurstöðu að Baasland ætti rétt á að dæmt væri í máli hans.

Centrebet var hins vegar ekki með neina starfstöð í Noregi, en Norðmenn gátu spilað á netinu og greitt fyrir með norskum krónum.

Baasland varð því að höfða mál gegn fyrirtækinu í Ástralíu þar sem varnarþing þess er. Hann höfðaði málið á þeim grundvelli að hann hefði verið spilasjúkur og að Centrebet hefði átt að stoppa hann og koma í veg fyrir að hann gæti spilað fyrir svona stórar upphæðir.

Við meðferð málsins í Ástralíu færði Centrebet þau rök í málinu að Baasland hefði fengið peninga að láni til að spila fyrir og leynt því hvernig hann ætlaði að verja peningunum og því gæti það ekki verið ábyrgt fyrir því tapi sem hann varð fyrir. Fyrirtækið sagði að það hefði stoppað Baasland ef það hefði vitað að hann var ekki að spila fyrir sína peninga.

Dómarinn féllst á rök Centrebet og sýknaði fyrirtækið af kröfum Baaslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert