„Berlusconi dæmdur vegna kynhneigðar sinnar“

Vladimir Putin á ráðstefnunni í Valdai
Vladimir Putin á ráðstefnunni í Valdai Mynd/AFP

Á meðan Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hlýtur hrós úr öllum áttum vegna framgöngu sinnar í málefnum Sýrlands, heldur hann hins vegar áfram að láta umdeild ummæli falla í heimalandi sínu. Á ráðstefnu um stöðu Rússlands í Alþjóðasamfélaginu, sem fer nú fram í Valdai í Rússlandi var hann spurður út í umdeilda löggjöf sem samþykkt var í Rússlandi fyrr á þessu ári þar sem samkynhneigður áróður gagnvart unglingum er bannaður. Hann ákvað að reyna að slá á létta strengi í svari sínu, og sagði að Silvio Berlusconi hafi verið dæmdur í heimalandi sínu vegna þess að hann hafi verið með konum. Ef hann hefði verið samkynhneigður, hefði hann aldrei verið dæmdur. 

Evrópubúar munu deyja út

Pútín er náinn vinur Berlusconis, og hefur hann meðal annars verið gestur í vafasömum veisluhöldum forsætisráðherrans fyrrverandi á Ítalíu. Pútín lét sér ekki nægja þessi einu vafasömu ummæli á ráðstefnunni heldur skaut hann föstum skotum á þau vesturlönd sem hafa lögleitt hjónabönd samkynhneigðra. „Evrópubúar eru við það að deyja út vegna hjónabanda samkynhneigðra. Samkynhneigðir búa ekki til nein börn,“ lét hann hafa eftir sér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert