Fyrstu útgönguspár eftir þingkosningarnar í Þýskalandi sýna að Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, kanslara landsins, hafi fengið flest atkvæði, alls 42 prósent. Kjörstöðum var lokað nú klukkan fjögur að íslenskum tíma.
Svo virðist sem núverandi samstarfsflokkur Merkel í ríkisstjórn, Frjálsir demókratar, kveðji ríkisstjórnina að sinni og Merkel verði að mynda stjórn með jafnaðarmönnum.