Tyrkland verður líklega aldrei aðili að Evrópusambandinu vegna mikillar andstöðu og fordómafullu viðmóti núverandi aðildarríkja sambandsins. Þetta er haft eftir Egemen Bagis, Evrópumálaráðherra Tyrklands, á vefsíðu breska dagblaðsins Daily Telegraph.
Haft er sömuleiðis eftir honum að tengsl Tyrklands við Evrópusambandið ættu líklega eftir að verða hliðstæð og í tilfelli Norðmnna sem væru ekki aðilar að sambandinu en hefðu aðgang að innri markaði þess í gegnum fríverslunarsamning. Bagis, sem einnig er aðalsamningamaður Tyrklands í aðildarviðræðum landsins við Evrópusambandið, segir að það eina sem gæti breytt þessari spá er breytt viðhorf innan sambandsins.