Þriggja daga þjóðarsorg í Kenía

Uhuru Kenyatta, forseti Kenía, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg frá og með morgundeginum vegna hryðjuverkaárásanna í Naíróbí.

Alls létust 67 í árásinni; 61 saklaus borgari og 6 öryggisverðir.

Þetta sagði forsetinn í sjónvarpsávarpi, en hann bætti því við að umsátrinu um Westgate-verslunarmiðstöðina væri lokið.

Alls féllu fimm árásarmenn í aðgerðum hers og lögreglu og 11 voru handteknir.

Uhuru Kenyatta, forseti Kenía, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg.
Uhuru Kenyatta, forseti Kenía, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert