„Við erum ekki skrímsli“

Mynd af Westgate verslunarmiðstöðinni sem tekin var í dag
Mynd af Westgate verslunarmiðstöðinni sem tekin var í dag AFP

Einn af hryðjuverkamönnum sem réðust inn í verslunarmiðstöðina í Naíróbí í Keníu á laugardag rétti fjögurra ára gömlum breskum dreng súkkulaði og bað hann fyrirgefningar þegar á árásinni stóð.

Elliott Prior var með móður sinni og systur í Westgate-verslunarmiðstöðinni þegar hryðjuverkamennirnir réðust til atlögu á laugardag. Prior á að hafa staðið fyrir framan einn árásarmannanna og sagt við hann: „Þú ert mjög vondur maður,“ að sögn frænda Prior, Alex Coutts, sem er í viðtali við The Sun í dag.

Að sögn Coutts leit árásarmaðurinn á fjölskylduna og leyfði þeim að flýja. Rétti hann börnunum mars súkkulaðistykki og sagði við þau: „Vinsamlegast fyrirgefið mér, við erum ekki skrímsli.“

Elliott og Amelie systir hans sluppu því bæði heil á húfi og var mynd tekin af þeim fyrir framan verslunarmiðstöðina þar sem þau ríghalda í súkkulaðistykkin með lík í kringum sig.

Í frétt Sun kemur fram að móðir þeirra, Amber, hafi náð að koma börnunum út úr miðstöðinni og tekið 12 ára gamla særða stúlku með sér en hryðjuverkamennirnir myrtu móður hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert