„Ég mun deyja“

00:00
00:00

Kanadísk­ur vís­indamaður sem með þekk­ingu sinni róaði ótta­slegna þjóð sína er SARS-far­ald­ur­inn, heil­kenni al­var­legr­ar bráðrar lungna­bólgu, reið yfir 2003, hef­ur eft­ir and­lát sitt vakið mikla umræðu um líkn­ar­dráp. 

 Don­ald Low lést 18. sept­em­ber, 68 ára að aldri. Sjö mánuðum fyrr hafði hann verið greind­ur með krabba­mein í heila.

Átta dög­um fyr­ir and­látið tók hann upp mynd­skeið sem nú hef­ur verið birt á YouTu­be. Þar biðlar hann til kanadískra stjórn­valda að breyta lög­um svo að hann og aðrir dauðvona sjúk­ling­ar, geti valið hvenær og hvernig þeir deyja.

Líkn­ar­dráp er bannað með lög­um í Kan­ada.

„Ég mun deyja. Það sem veld­ur mér áhyggj­um er hvernig ég mun deyja,“ seg­ir hann meðal ann­ars í mynd­skeiðinu og lýs­ir því hvernig heilsu sinni hef­ur hrakað.

„Ég mun að lok­um lam­ast og þá þarf að bera mig frá baðher­berg­inu og í rúmið. Ég mun eiga í erfiðleik­um með að kyngja. Hvernig þetta mun enda, það er það sem veld­ur mér áhyggj­um.“

Í mynd­band­inu gagn­rýn­ir Low and­stæðinga líkn­ar­dráps og seg­ist sjálf­ur vilja nýta sér slíkt, væri það lög­legt.

„Ég vildi að þeir gætu verið í lík­ama mín­um í einn sól­ar­hring og ég held að þeir myndu skipta um skoðun. Ég er pirraður að geta ekki haft völd­in í mínu eig­in lífi, geta ekki tekið mín­ar eig­in ákv­arðanir um hvenær þetta er komið gott. Því að láta fólk þjást þegar annað er í boði? Ég bara skil það ekki.“

Talsmaður kanadíska dóms­málaráðuneyt­is­ins seg­ir eng­in áform um að end­ur­skoða lög­in. Síðast var kosið um málið á kanadíska þing­inu árið 2010.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert