Ríkisstofnanir í Bandaríkjunum búa sig undir lokun

Stytta af George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna, í þinhúsinu í …
Stytta af George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna, í þinhúsinu í Washington. Þar ríkir pattstaða því þingmenn repúblikana og demókrata geta ekki komið sér saman um fjárlög næsta árs. AFP

Ríkisstjórn Bandaríkjanna býr sig nú undir að þurfa mögulega að loka ríkisstofnunum, en lítið hefur miðað í viðræðum demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi um fjárlög næsta árs. 

Frestur til að samþykkja nýja ályktun varðandi fjármögnun bandaríska ríkisins 1. október, eða nk. þriðjudag. Vegna ástandins eru ríkisstofnanir í Bandaríkjunum farnar að búa sig undir óvissuástandið, m.a. með því að fara yfir hvaða starfsmenn séu nauðsynlegir verði skrúfað fyrir fjármagnið.

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp til að fjármagna störf ríkisstjórnarinn en það gildir til 15. nóvember.

Repbúlikanar í neðri deild þingsins hafa sagt að þeir muni ekki samþykkja nýtt frumvarp nema gegn því skilyrði að dregið verði úr útgjöldum til heilbrigðislöggjafar Baracks Obama Bandaríkjaforseta. 

Demókratar eru í meirihluta í öldungadeild þingsins á meðan repúblikanar eru ráðandi í fulltrúadeildinni. Pattstaða er því ríkjandi en ljóst er að tíminn er að renna út. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert