Cameron boðar 95% lán

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, ætl­ar í næstu viku að kynna nýj­ar til­lög­ur sem miða að því að hjálpa ungu fólki að eign­ast þak yfir höfuðið. Til­lög­urn­ar gera ráð fyr­ir að fast­eigna­kaup­end­ur geti fengið 95% hús­næðislán.

Landsþing Íhalds­flokks­ins hefst í næstu viku. Ca­meron ætl­ar á þing­inu að kynna nýj­ar til­lög­ur í hús­næðismál­um. Þær gera ráð fyr­ir að fólk geti fengið 95% lán til hús­næðis­kaupa. Af láns­upp­hæðinni ætl­ar ríkið að ábyrgj­ast 15%. Nýju regl­urn­ar eiga að taka gildi í janú­ar.

Ca­meron sagði í sam­tali við breska blaðið Sun on Sunday að hann vildi auðvelda ungu fólki að eign­ast þak yfir höfuðið. Það ylli sér áhyggj­um að fólk sem hefði ágæt­ar tekj­ur og ætti að spjara sig vel gæti ekki eign­ast íbúðar­hús­næði vegna þess hversu ósveigj­an­leg­ar lána­regl­urn­ar væru.

Grant Shapps, þingmaður Íhalds­flokks­ins, seg­ir að ungt fólk neyðist til að búa heima langt fram eft­ir þrítugs­aldri. Það þurfi að gera því kleift að eign­ast hús­næði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert