Tugir létust þegar byssumenn hófu skothríð á heimavist í skóla í Nígeríu. Talið er víst að byssumennirnir séu úr Boko Haram-hryðjuverkasamtökunum.
Staðfest er að 40 hafi látist, en óttast er að þeir séu fleiri. Skotið var á nemendur skólans þar sem þeir lágu sofandi í rúmum sínum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Boko Haram-samtökin ráðast á skólabörn. Yfirlýst markmið samtakanna er að stofna íslamskt ríki í norðausturhluta Nígeríu.