Stjórnin hélt velli í Austurríki

00:00
00:00

Þing­kosn­ing­ar fara nú fram í Aust­ur­ríki og er búið að loka kjör­stöðum. Útlit er fyr­ir að nú­ver­andi stjórn­ar­flokk­ar, sam­steypu­stjórn Íhalds­sama þjóðarflokks­ins (OeVP) og Jafnaðarmanna (SPOe), hafi tryggt sér áfram­hald­andi völd, en kjör­tíma­bilið í Aust­ur­ríki er fimm ár.

Fram kem­ur á vef breska rík­is­út­varps­ins, að Frels­is­flokk­ur­inn, sem er lengst til hægri, hafi stór­aukið fylgi sitt, en hann mæl­ist nú með 22,4% stuðning. 

Alls voru sex millj­ón­ir á kjör­skrá. Þeir kusu sér 183 full­trúa sem munu sitja í neðri deild þings­ins. Til að eiga full­trúa á þing­inu verður flokk­ur að hljóta yfir 4% stuðning.

Sam­kvæmt út­göngu­spám fékk Jafnaðarmanna­flokk­ur Werners Fay­manns, kansl­ara Aust­ur­rík­is, 26,4% stuðning og Íhalds­sami þjóðarflokk­ur­inn 23,8%. Sam­an­lagður stuðning­ur er því 50,2%, sem er minna en flokk­arn­ir fengu sam­an­lagt í kosn­ing­un­um árið 2008. Þá nutu þeir 55,3% stuðnings. 

Werner Faymann, kanslari Austurríkis, flutti ræðu eftir að útgönguspáin var …
Werner Faym­ann, kansl­ari Aust­ur­rík­is, flutti ræðu eft­ir að út­göngu­spá­in var birt. AL­EX­AND­ER KLEIN
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert