Bandaríkin byrjuð að lamast

00:00
00:00

Stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um eru byrjuð að loka rík­is­stofn­un­um eft­ir að meiri­hlut­inn í full­trúa­deild banda­ríska þings­ins neitaði að samþykkja fjár­lög næsta árs.

Yfir 700 þúsund starfs­menn banda­ríska rík­is­ins eiga því von á því að þeir séu komn­ir í launa­laust leyfi án nokk­urra trygg­inga um að fá greitt fyr­ir tíma­bilið þegar sam­komu­lag næst.

Meiri­hluti re­públi­kana í full­trúa­deild banda­ríska þings­ins samþykkti snemma á sunnu­dag frum­varp þar sem dregið var úr fjár­fram­lög­um til Obamacare sem er ný lög­gjöf um sjúkra­trygg­ing­ar, og skatt­ur á lækn­inga­tæki af­num­inn. Öld­unga­deild banda­ríkjaþings hafnaði síðan í gær­kvöldi frum­varp­inu með 54 at­kvæðum gegn 46.

Pattstaða hef­ur ríkt í Washingt­on í ein­vígi flokk­anna um fjár­lög næsta árs en fjár­heim­ild­ir hins op­in­bera runnu út á miðnætti Styr­inn stóð um heil­brigðis­um­bæt­ur for­set­ans, Obamacare, sem re­públi­kan­ar hafa leit­ast við að draga úr með viðauk­um við bráðabirgðafjár­lög demó­krata.

Er þetta í fyrsta skipti í sautján ár sem ekki tekst að semja um fjár­lög­in og stjórn­völd neyðast til þess að skella í lás í rík­is­stofn­un­um.

For­seti Banda­ríkj­anna, Barack Obama, talaði til banda­rískra her­manna í mynd­útsend­ingu í nótt þar sem hann til­kynnti þeim um að þeir fengju greitt þrátt fyr­ir að rík­is­stofn­an­ir séu að lam­ast.

Obama hef­ur einnig ritað und­ir neyðarlög til þess að tryggja að ákveðnir rík­is­starfs­menn fengju áfram greitt en það gild­ir ein­ung­is um brot af starfs­mönn­um banda­ríska rík­is­ins.

„Því miður hef­ur þingið ekki upp­fyllt skyld­ur sín­ar, því hef­ur mistek­ist að koma fjár­lög­um í gegn,“ sagði Obama í skila­boðum á sjón­varps­stöð hers­ins.Hann seg­ir þar að tryggt verði að þeir her­menn sem eru að störf­um fái greitt þrátt fyr­ir lok­un stofn­ana. Því þrátt fyr­ir lok­un hef­ur eng­in breyt­ing orðið á þjóðarör­yggi lands­ins og nauðsyn­legt að her­menn sinni skyld­um sín­um.

En Obama varaði aðra rík­is­starfs­menn við því að þeir sem ekki væru í ein­kenn­is­bún­ing­um ættu á hættu að vera launa­laus­ir um tíma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert