Segir repúblikana í krossferð

Repúblikanar eru í hugmyndafræðilegri krossferð með því markmiði að neita milljónum Bandaríkjamanna um heilbrigðistryggingar á viðráðanlegu verði. Þetta sagði Barack Obama forseti í dag. Hann fordæmdi Repúblikanaflokkinn fyrir að halda fjárlögunum gíslingu og krefjast lausnargjalds.

Ríkisstofnanir voru að stórum hluta lokaðar í Bandaríkjunum í dag, þar sem þinginu komst ekki að ná samkomulagi um bráðabirgðafjárlög. Þetta er í fyrsta sinn í 17 ár sem til slíkrar lokunar kemur.

Yfir 700.000 opinberir starfsmenn eru nú launalausir og geta ekki átt von á því að fá afturvirka launagreiðslu þegar starfsemi hefst að nýju.

Áhrifa lokunarinnar gætti ekki síst í höfuðborginni Washington, þar sem ferðamenn komu að lokuðum dyrum allra safna Smithsonian stofnunarinnar og opinberra bygginga.

„Þessar lokanir repúblikana hefðu ekki þurft að eiga sér stað. Ég vil að allir Bandaríkjamenn skilji hvers vegna þetta gerðist,“ sagði Obama í dag. Hann skoraði á repúblikana að snúa við stöðunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert