Siguðu hundum á húshjálpina

AFP

Unglingsstúlka sem starfaði sem þerna í höfuðborg Indlands er nú að jafna sig á sjúkrahúsi eftir að hafa verið bjargað af heimili þar sem hún var m.a. skorin með hnífum og bitin af hundum.

Lögreglan hefur handtekið vinnuveitanda stúlkunnar, 50 ára konu og móður hennar sem er 85 ára. Mæðgurnar búa í hverfi ríkra í suðurhluta Delí og eru þær grunaðar um að hafa beitt stúlkuna ofbeldi.

Stúlkan er fimmtán ára og hefur mál hennar enn og aftur beint kastljósinu að aðbúnaði þeirra sem starfa við húshjálp á Indlandi. Talið er að fleiri þúsund manns vinni slík störf í höfuðborginni, oft börn sem flutt eru þangað frá fátækari svæðum landsins. Þau eru látin vinna langan vinnudag og hafa litla vernd í lögum.

Stúlkan sem nú liggur á sjúkrahúsi hafði unnið fyrir mæðgurnar í ár. Líkami stúlkunnar var þakin hundsbitum og höfuðkúpa hennar brotin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert