Stakk fimm með skærum

Skjáskot af síðu Sky-fréttastofunnar.

Maður stakk fimm manns með skærum, þar á meðan barn, á hjólastíg í New York í dag. Heimildir segja að brjálaður maður hafi gengið  af göflunum, og ráðist á fólk af handahófi. Að sögn lögreglu er talið að fórnarlömbin muni öll lifa árásina af, þar á meðal kona á þrítugsaldri sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi.

Hjólreiðamaður, sem var skorinn, tókst að komast undan og tilkynna árásina í nálægri sorphreinsistöð. Starfsmaður sorphreinsistöðvarinnar hringdi á neyðarlínuna og hljóp síðan á vettvang til að veita hinum slösuðu fyrstu hjálp.

Tæplega fimmtugur öryggisvörður í nálægri byggingu sagðist hafa séð eitt fórnarlambanna, konu um tvítugt, þakta blóði. „Hún grét. Hún sagði mér að maður hefði skorið hana í hálsinn,“ sagði öryggisvörðurinn í samtali við Sky-fréttastofuna.

Maður hefur verið handtekinn vegna málsins.

Frétt Sky-fréttastofunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert