Sígaunar sendir úr landi

Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að vísa flestum sígaunum úr landi og í gær fór leiguflugvél með hóp sígauna til Rúmeníu en um borð í vélinni voru sígaunar sem fóru af fúsum og frjálsum vilja úr landi.

Undanfarið hefur franska lögreglan tæmt búðir sígauna víða um land en í september tilkynnti innanríkisráðherra Frakklands, Manuel Valls, að vísa ætti sígaunum úr landi.

Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessa ákvörðun franskra stjórnvalda harðlega og samkvæmt upplýsingum frá Amnesty International hafa yfir 10 þúsund sígaunar verið reknir úr búðum sínum í Frakklandi það sem af er ári. Talið er að um 20 þúsund sígaunar, flestir frá Rúmeníu, Búlgaríu og fyrrum Júgóslavíu, hafi sest að í Frakklandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert