Vilja kynlausan þjóðsöng

Þjóðþing Kanada í Ottawa.
Þjóðþing Kanada í Ottawa. AFP

Hópur þekktra kvenna í Kanada beitir sér nú fyrir því að ensku útgáfu þjóðsöngs landsins verði breytt þannig að hann verði kynlausari. Í ljóðinu er talað sérstaklega föðurlandsást sona Kanada, sem þær segja útilokandi fyrir konur landsins.

Meðal kvennanna sem skipa hópinn má nefna rithöfundinn ástsæla Margaret Atwood, fyrrverandi forsætisráðherra landsins Kim Campbell og tveimur öldungadeildarþingkonum. Konurnar segja að með því að breyta textanum myndi hann fanga betur jafna stöðu allra íbúa Kanada.

„Sonum“ verði skipt út fyrir „öll“

„O Canada“ var fyrst flutt árið 1880 en ýmsar útgáfur af textanum voru fluttar næstu ár á eftir, þar til hann tók á sig endanlega mynd árið 1927 og var formlega lýstur þjóðsöngur Kanada árið 1980.

Textinn hefst á þessum orðum:

O Canada!
Our home and native land!
True patriot love in all thy sons command.

Konurnar benda á að í eldri útgáfu textans hafi ekki verið talað um „syni Kanada“ líkt og nú sé gert heldur hafi línan hljóðað svo: „thou dost in us command“. Þessu hafi verið breytt fyrir sléttri öld, árið 1913. 

Nú leggja þær til að sonunum verði skipt út aftur og þess í stað sungið: „in all of us command“ sem myndi þá eiga við um alla þjóðina, en ekki aðeins karlkyns helming hennar. 

Löngu tímabær breyting

BBC hefur eftir Margaret Atwood að núverandi útgáfa textans gefi til kynna að aðeins sé verið að höfða til föðurlandsárs kanadískra karlmanna, þar sem þeir eru ávarpaðir ekki konurnar.

„Að betrumbæta þessa texta svo þeir verði kynlausir er ekki bara einföld leið til að láta þjóðsönginn tala til allra Kanadamanna, heldur er það líka löngu tímabært,“ sagði Atwood.

Kanadíski rithöfundurinn Margaret Atwood var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík 2005.
Kanadíski rithöfundurinn Margaret Atwood var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík 2005. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert