Dó eftir þrjá daga af frelsi

Herman Wallace lést í dag, þremur dögum eftir að hann …
Herman Wallace lést í dag, þremur dögum eftir að hann var sleppt úr fangelsi.

Bandaríkjamaðurinn Herman Wallace lést í dag, þremur dögum eftir að honum var sleppt lausum úr 40 ára einangrunarvisst í fangelsi. Wallace, sem var 71 árs, neitaði því alla tíð að hafa átt hlutdeild að morðinu sem hann var dæmdur fyrir. Hann lést vegna krabbameins í lifur.

Í áraraðir hefur verið deilt um mál Wallace og því haldið fram að hann og félagar hans tveir hafi verið dæmdir saklausir. Dómari í Louisiana ógilti í vikunni dóminn yfir Wallace og sagði hann andstæðan stjórnarskránni. 

„Þótt frelsi hans hafi verið allt of skammvinnt, þá var það Herman óendanlega dýrmætt að fá að verja síðustu ævidögum sínum umvafinn ást fjölskyldu sinnar og vina,“ sögðu lögmenn hans í dag.

„Eitt það síðasta sem Herman sagði við okkur var: „Ég er frjáls. Ég er frjáls.““

Sýknaður eftir 40 ár í einangrun

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert