Samþykktu að banna mentólsígarettur

Mentolsígarettur verða bannaðar eftir fimm ár.
Mentolsígarettur verða bannaðar eftir fimm ár. AFP

Evrópuþingið hefur samþykkt að herða lög og reglur um tóbaksnotkun sem eiga að draga úr reykingum ungs fólks í álfunni. Þingmennirnir höfnuðu því að rafsígarettur verði flokkaðar sem lyf en samþykktu að banna sígarettur með mentólbragði. Það verður þó ekki gert fyrr en eftir fimm ár. Mjóar sígarettur verða ekki bannaðar.

Áður en lögin taka gildi verður að ná samkomulagi við ríkisstjórnir landa ESB.

Þá samþykktu þingmennirnir einnig að aðvörunarorð á sígarettupökkum þeki 65% pakkanna en lagt hafði verið til að þau myndu þekja 75%. Áður var krafan að 40% yfirborðs pakkanna væri með auglýsingu.

Í frétt BBC segir að talsmenn tóbaksfyrirtækja hafi herjað á þingmenn Evrópuþingsins að undanförnu. Það sama hafi heilbrigðisstofnanir og samtök gert.

Lagt hafði verið til að rafsígarettur yrðu flokkaðar sem lyf og þar með yrði sala þeirra eingöngu bundin við lyfjaverslanir. Þessu hafnaði Evrópuþingið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert