Enn allt stopp í Washington

Barack Obama.
Barack Obama. AFP

Viðræður repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og Baracks Obama forseta sigldu enn á ný í strand í dag. Obama hefur aðeins fimm daga til að ná í gegn heimild um hækkun skuldaþaksins en annars stefnir í greiðslufall. Forsetinn mun funda í herbúðum sínum áður en boðað verður til annars fundar.

Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur varað við því að ef ekki næst samkomulag um fjármögnun bandaríska ríkisins fyrir 17. október stefni allt í það að greiðslufall verði í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna. Óttast er að það muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir markaði um allan heim en hingað til hafa bandarísk ríkisskuldabréf verið talin ein sú öruggasta fjárfesting sem völ er á.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert