Lögregla í Manchester hefur handtekið breskan karlmann vegna gruns um aðild að hvarfi Madeleine McCann þann 3. maí 2007 á Portúgal. Ekkert hefur verið gefið út um handtökuna en heimildarmaður breska götublaðsins Mirror segir að vísbendingar séu um að Madeleine sé á lífi.
Gerð var húsleit í úthverfi Manchester-borgar, húsráðandi handtekinn og hald lagt á tölvubúnað. Handtakan er talin tengjast frétt Mirror frá því fyrir viku um að karlmaður hefði stært sig af því að hafa séð Madeleine á lífi á eyju í Miðjarðarhafi.