Bandarískur karlmaður sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í Egyptalandi eftir að lögregla stóð hann að því að brjóta gegn útgöngubanni hengdi sig í klefa sínum í nótt, skömmu eftir að honum var tilkynnt að varðhaldið yrði framlengt um þrjátíu daga.
Maðurinn, James Henry, var 55 ára og á ferðalagi um landið. Hann var stöðvaður í ágúst í borginni Ismailiya þegar útgöngubann var í gildi vegna óaldar í landinu. Maðurinn sem var á leið til Gaza-strandarinnar hefur verið í varðhaldi síðan.