Gott ráð að fara í peysu

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Talsmaður Davids Camerons, forsætisráðherra Bretlands, segir að þeir sem eigi von á hærri orkureikningum ættu að klæða það af sér og fara í peysu. Breska gasveitan tilkynnti í gær 9,2% hækkun á orkuverði. Viðskiptavinirnir eru yfir átta milljónir. Helsti samkeppnisaðilinn hafði í síðustu viku hækkað verð sín svipað mikið. Talið er að önnur gasfyrirtæki eigi nú eftir að fylgja í kjölfar risanna tveggja.

Talsmaður Camerons var spurður hvort fólk ætti að klæðast peysum nú þegar orkuverðið hefur hækkað. Það sagði hann sjálfsagt. Hann sagði að Cameron myndi ekki ákveða fyrir fólk hvernig það ætti að bregðast við verðhækkununum en „ef einhver er að veita þessi ráð þá er það kannski eitthvað sem fólk ætti að skoða.“

Viðbrögð við þessum ummælum létu ekki á sér standa og reyndi skrifstofa ráðherrans að afsaka sig með því að talsmaðurinn hefði farið fram úr sér, að því er fram kemur í frétt Telegraph um málið. Skilaboð skrifstofunnar eru því þessi: Cameron mun ekki segja fólki hverju það eigi að klæðast.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert