Ungt kínverskt par hefur verið ákært fyrir að selja barn sitt og kaupa iPhone fyrir peninginn.
Ríkissaksóknari í Shanghai segir að fólkið hafi boðið barn sitt til sölu á netinu en þetta er þeirra þriðja barn.
Við rannsókn málsins kom í ljós að móðirin notaði peninginn sem hún fékk fyrir barnið til að kaupa sér nýjan síma, rándýra íþróttaskó og annan varning.
Snjallsímar og aðrar vörur Apple eru gríðarlega vinsælar í Kína. Nýverið kom upp mál þar sem unglingur seldi nýra sitt til að kaupa sér iPhone og iPad.
Foreldrarnir segjast ekki hafa haft efni á að veita barni sínu þá framtíð sem þeim fannst það eiga skilið. Þeir hafi því haft hagsmuni stúlkunnar litlu að leiðarljósi.