Dauðvona stúlku dreymdi um Ísland

Diane-35 er gefið til að minnka unglingabólur en er einnig …
Diane-35 er gefið til að minnka unglingabólur en er einnig tekið sem getnaðarvörn.

Nokkr­um vik­um áður en að hin kanadíska Ma­rit McKenzie lést var vini henn­ar og fjöl­skyldu farið að gruna að eitt­hvað væri að. En eng­inn vissi að lík­ami henn­ar var smám sam­an að gefa sig.

 Ma­rit var venju­lega kát og hress. Hún var á fyrsta ári í Há­skól­an­um í Cal­gary og hélt lista yfir þá staði í heim­in­um sem hún þráði að heim­sækja. Einn af þeim var Ísland. Þar vildi hún sjá „fossa guðanna“ eins og hún orðaði það.

 En skyndi­lega átti hún í erfiðleik­um með ein­falda hluti, svo sem að ganga. Hún varð fljótt þreytt og meira segja að tala í sím­ann og senda sms var erfitt.

 Viku áður en hún lést fór móðir henn­ar með stúlk­una, sem var átján ára til lækn­is. Blóðpruf­ur leiddu ekk­ert í ljós. Nú er talið að lyf sem hún fékk við ung­linga­ból­um, Di­ana-35, gæti hafa dregið hana til dauða.

 Heim­il­is­lækn­ir­inn henn­ar seg­ir í sam­tali við Toronto Star að hann hafi ekki tengt þreyt­una við lyfja­gjöf­ina en lækn­ir­inn hafði ávísað lyf­inu. Hins veg­ar sé þekkt að lyfið geti valdið blóðtappa.

 Kær­asti stúlk­unn­ar seg­ist hafa tekið eft­ir breyt­ing­um hjá henni. Hann seg­ir hana hafa verið orku­lausa. Þau hafi hætt að fara sam­an á línu­skauta og í bíó en þess í stað setið sam­an og spjallað.  „Hún var alltaf þreytt,“ seg­ir hann.

 Ma­rit hringdi í föður sinn í 28. janú­ar í ár. Þá var hún í svefn­her­bergi sínu en gat ekki andað og hafði hjart­slátt­ar­trufl­an­ir. For­eldr­arn­ir óku henni strax á bráðamót­töku og þar stöðvaðist hjarta henn­ar fjór­um sinn­um.

 Stúlk­an fór í sneiðmynda­töku en lækn­ir­inn sá ekk­ert at­huga­vert. Lækna­nemi sagði þá að hún væri að taka getnaðar­varn­arpillu. Þó að Dia­ne-35 sé ekki leyft sem getnaðar­varn­ar­lyf er því oft ávísað sem slíku. Síðar átti eft­ir að koma í ljós að hún var með blóðtappa við lung­un. Hún fór í aðgerð og sól­ar­hring seinna komst hún til meðvit­und­ar. En  aðeins fáum tím­um síðar var hún aft­ur orðin mjög veik og nú kom í ljós að hún var með mikla blæðing­ar í heil­an­um. Morg­un­inn eft­ir var hún úr­sk­urðuð lát­in.

Eng­in krufn­ing var fram­kvæmd en for­eldra henn­ar grun­ar að kenna megi lyf­inu, Dia­ne-35, um. Þau vilja að fólk geri sér grein fyr­ir að lyfið er gefið sem getnaðar­vörn, þó að það megi ekki sam­kvæmt kanadísk­um lyfja­lög­um.

Fram­leiðandi lyfs­ins er þýska lyfja­fyr­ir­tækið Bayer.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert