Svo virðist sem kenískir hermenn hafi látið greipar sópar í Westgate-verslunarmiðstöðinni á meðal umsátrið um hana stóð yfir fyrir fjórum vikum. Á sama tíma héldu hryðjuverkamenn fólki í gíslingu í húsnæðinu. Á myndskeiði úr öryggismyndavélum má sjá hermenn bera varning út úr verslunarmiðstöðinni. Áður hafði þingnefnd komist á þeirri niðurstöðu að hermennirnir væru saklausir af athæfinu.
Keníska dagblaðið Daily Nation birtir myndskeið þar sem hermenn sjást fara í gegnum verslunarmiðstöðina og yfirgefa hana síðar með hvíta poka. Á sama myndskeiði, sem er frá öðrum degi umsátursins, má sjá nokkra óeinkennisklædda hermenn leggja niður byssur sínar til að geta betur athafnað sig.
Aðeins tveir dagar eru liðnir frá því að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hermennirnir hefðu engu stolið, en verslunareigendur eru ekki á sama máli. Nokkrir þeirra sögðu í samtali við AFP-fréttstofuna að þeir hefðu læst hirslum sínum áður en þeir yfirgátu verslunarmiðstöðina. Hafa þeir verið sakaðir um tryggingasvik og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að hermennirnir væru saklausir.