„Þetta er atvinnutækifæri úti í heimi og allt er löglegt. Fyrirtækið greiðir fyrir skjölin og dvalarleyfið, einhver hittir þig á flugvellinum og þú færð gott starf. Þú færð 1.500 dollara á mánuði og greiðir aðeins fyrir farið aðra leiðina.“
Anastasia, íbúi í Moldavíu, hikar örlítið áður en hún tekur tilboði vinar síns. Hún ákveður þó að taka af skarið, en þegar hún kemur til Ítalíu, lendir hún í mansali.
Saga hennar er keimlík sögu þúsunda íbúa Moldavíu sem hafa glímt við fátæk í heimalandinu og leita á aðrar slóðir þegar atvinnutækifæri berst. Landið er eitt það fátækasta í Evrópu.
Sem betur fer er sagan aðeins söguþráður í forvarnarleikriti þar sem áhorfendur eru hvattir til að taka þátt og segja sínar skoðanir. Leikritinu er ætlað að vekja athygli á stöðu þeirra sem leiðast út í mansal vegna fátæktar.