„Þetta gerist þegar ég tala of lengi,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, eftir að hann hafði gripið í handlegg óléttrar konu sem var við það að falla í yfirlið við Hvíta húsið í Washington í dag.
Atvikið átti sér stað þegar Obama var að flytja ræðu um heilbrigðislöggjöf sína. Karmel Allison, sem stóð fyrir aftan forsetann, er sykursjúk og komin 20 vikur á leið. Hún fór að riða í miðri ræðu forsetans og þegar Obama sneri sér við tók hann eftir að ekki var allt með felldu og greip hann í handlegg hennar.
„Þetta er allt í lagi. Ég er hérna. Ég held í þig,“ sagði forsetinn sem gerði stutta hlé á ræðu sinni. Aðstoðarmenn forsetans komu konunni svo til aðstoðar og fluttu hana afsíðis.
Skömmu síðar skrifaði Allison færslu á Twitter þar sem hún þakkaði forsetanum fyrir að grípa sig. „Það er allt í lagi með mig heimur - mig svimaði örlítið. Takk @BarackObama fyrir að grípa mig! Og gott að þessi ólétti sykursýkissjúklingur er óléttur.“