Kjósendur smáríkisins San Marínó, sem staðsett er á norðvestanverðum Appenínaskaga og umkringt Ítalíu á alla kanta, samþykktu naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að sótt yrði um inngöngu í Evrópusambandið.
Þannig voru 50,3% hlynnt inngöngu í ESB en 49,7% henni andvíg. Hins vegar uppfyllti kosningin ekki kröfur um lágmarkskjörsókn, sem er 32%, og nær niðurstaðan því ekki fram að ganga. Kjörsóknin var 20%.