Því er nú haldið fram að bróðir Johns F. Kennedys hafi stolið heila forsetans úr þjóðskjalasafni Bandaríkjanna. Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá þessu en þetta kemur fram í nýrri bók James Swanson, In End Of Days: The Assassination Of John F Kennedy.
Í bókinni segir meðal annars: „Ekki eru öll sönnunargögn á þjóðskalasafninu. Eitt mikilvægt sönnunargagn er horfið, heili Kennedys.“
Swanson segir að bróðir Kennedys, Robert, hafi tekið heila bróður síns til að koma í veg fyrir að upp kæmist um þau alvarlegu veikindi sem forsetinn glímdi við. Þá telur hann einnig að bróðirinn hafi viljað koma í veg fyrir að upplýsingar um lyfjanotkun forsetans yrðu opinberar.
Ýmsar kenningar hafa verið settar fram varðandi hvarfið á heilanum. Meðal annars er talið að honum hafi verið stolið til að fela þá staðreynd að forsetinn hafi í raun verið skotinn aftan frá.
John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, var ráðinn bani árið 1963. Í október árið 1966 kom í ljós að heili hans var horfinn, en hluta af heilanum hafði áður verið komið fyrir á þjóðskjalasafninu. Bókin kemur út 12. nóvember.