DNA-rannsókn hefur leitt í ljós að sjö ára gömul stúlka er dóttir róma-fólks sem lögreglan á Írlandi tók úr umsjá þeirra sl. mánudag í Tallaght í Dublin. Stúlkan er ljóshærð og með blá augu og skar hún sig frá öðrum í fjölskyldunni.
Foreldarnir sögðu við lögreglu að stúlkan væri dóttir þeirra, en lögreglumenn tóku hvorki útskýringar þeirra ekki gildar né skjöl sem þau framvísuðu.
Barnið var því tímabundið í umsjá yfirvald á meðan málið var til rannsóknar, að því er segir á vef BBC.
Lögreglan í Grikklandi hefur nú svipað mál til rannsóknar og raunar er málið búið að teygja sitt út fyrir landsteinana. En í síðustu viku var ljóshært stúlkubarn tekið úr umsjá róma-fólks í Grikklandi. Lögreglan þar í landi rannsakar nú hvort stúlkunni hafi verið rænt.