Var sími Merkel hleraður?

Merkel hringdi í Obama vegna málsins og krafðist skýringa. Obama …
Merkel hringdi í Obama vegna málsins og krafðist skýringa. Obama segir að Bandaríkin séu ekki að hnýsast í hennar samskipti. AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hringdi í Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, eftir að henni bárust upplýsingar um að Bandaríkin hafi mögulega hlerað farsímann hennar.

Talskona kanslarans segir að Merkel telji að svona vinnubrögð séu „algjörlega ólíðandi“.

Merkel hefur hvatt bandaríska embættismenn til að upplýsa um umfang eftirlitsins í Þýskalandi. 

Talsmaður Hvíta hússins í Washington segir að Obama hefði tjáð Merkel að Bandaríkin hafi ekki verið að hnýsat í hennar fjarskipti. 

„Bandaríkin eru ekki og munu ekki hlera samskipti kanslarans,“ sagði Jay Carney, talsmaður Hvíta hússins í dag. 

Carney sagði ennfremur við blaðamenn í dag, að bandarísk stjórnvöld væru að fara yfir þær athugasemdir sem hefðu borist frá Þýskalandi, Frakklandi og öðrum bandalagsþjóðum í tengslum við meintar njósnir Bandaríkjanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert