Portúgalska lögreglan hefur ákveðið að hefja á nýjan leik rannsókn á hvarfi Madeleine McCann. Þetta tilkynnti ríkissaksóknari landsins í dag. Er þetta gert vegna nýrra gagna sem komið hafa fram í málinu.
Stúlkan hvarf af hótelherbergi í Portúgal árið 2007.
Fjölmiðlar höfðu fyrr í dag sagt frá því að til stæði að hefja rannsóknina að nýju. Í portúgalska dagblaðinu Correio da Manha kemur fram að rannsóknarteymi hafi frá því í fyrra skoðað hvort hvarf stúlkunnar tengist starfsemi hóps barnaníðinga.
Portúgalska lögreglan hætti rannsókn málsins árið 2008. Breska lögreglan skoðaði málið í kjölfarið í tvö ár og ákvað svo fyrr á þessu ári að hefja formlega rannsókn á því.