Hleruðu 35 þjóðarleiðtoga

Barack Obama og Angela Merkel á meðan allt lék í …
Barack Obama og Angela Merkel á meðan allt lék í lyndi. AFP

Þjóðarör­ygg­is­stofn­un Banda­ríkj­anna (NSA) hleraði sím­töl leiðtoga 35 ríkja heims, eft­ir að hafa fengið núm­er þeirra af­hent frá Hvíta hús­inu, Pentagon og ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Breska blaðið Guar­di­an seg­ir frá þessu í kvöld, eft­ir trúnaðargögn­um sem feng­ust frá upp­ljóstr­ar­an­um Edw­ard Snowd­en.

Einn ónefnd­ur banda­rísk­ur emb­ætt­ismaður er sagður hafa af­hent NSA yfir 200 síma­núm­er sem skyldu hleruð, þar á meðal núm­er leiðtoga heims. Eft­ir­lit var sam­stund­is hafið með þeim, sam­kvæmt trúnaðarskjal­inu sem Guar­di­an vitn­ar til.

Síðustu daga hafa fregn­ir borist af því að Banda­ríkja­menn hafi hlerað síma Ang­elu Merkel kansl­ara Þýska­lands sem og þjóðarleiðtoga Bras­il­íu og Mexí­kó. Frétt­irn­ar hafa vakið mikla reiði víða um lönd og sett skjálfta í diplóma­tískt sam­skipti Banda­ríkj­anna.

Af skjal­inu sem Guar­di­an hef­ur í hönd­um má jafn­framt ráða að þarna hafi ekki verið um neitt eins­dæmi að ræða heldu hafi NSA reglu­lega fylgst með sím­töl­um leiðtoga heims. Hler­an­irn­ar munu þó ekki hafa skilað mikl­um ár­angri, hvað varðar söfn­un upp­lýs­inga sem varða þjóðar­hag Banda­ríkj­anna.

Frétt Guar­di­an um hler­an­irn­ar

Höfuðstöðvar NSA í Maryland í Bandaríkjunum.
Höfuðstöðvar NSA í Mary­land í Banda­ríkj­un­um. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert