Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að vinir eigi ekki að njósna um vini sína. Fréttir herma að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, hafi hlerað síma hennar.
„Njósnir milli vina, það gerir maður einfaldlega ekki,“ sagði Merkel er hún mætti til tveggja daga ráðstefnu leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði við Merkel í gær að ekki væri nú verið að hlera síma hennar og slíkt stæði ekki til í framtíðinni. Hann sagði þó ekkert um hvort hún hefði verið hleruð einhvern tímann í fortíðinni.