Fyrsta 3D vopnaverksmiðjan fundin

Byssa sem var gerð í 3D-prentara. Myndin er úr safni.
Byssa sem var gerð í 3D-prentara. Myndin er úr safni. AFP

Lögreglan í Manchester hefur fundið þrívíddarprentara sem talið er að glæpamenn hafi notað til að reyna að búa til byssur. Samkvæmt frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar er þetta fyrsta mál sinnar tegundar, þ.e. þar sem lagt er hald á prentara í tengslum við meinta vopnaframleiðslu.

Húsleitin í Manchester er hluti af aðgerð gegn skipulagðri glæpastarfsemi í borginni. Í húsleitinni fundust skothylki auk prentarans. Lögreglan telur að skotin hafi átt að fara í hinar útprentuðu byssur. Hún telur því að þarna hafi fundist fyrsta þrívíddar vopnaverksmiðja Bretlands og þótt víðar væri leitað.

Frétt Sky.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert