Gæti skaðað baráttuna gegn hryðjuverkum

Leiðtogar Evrópusambandsins segja að það vantraust sem hafi myndast á milli ESB og Bandaríkjanna í kjölfar frétta um njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA) gæti skaðað baráttunum gegn hryðjuverkum í heiminum. ESB-leiðtogarnir funduðu í Brussel í dag.

Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem leiðtogarnir sendu frá sér í dag. Þeir segja að traustið hafi beðið hnekki og því gæti það haft áhrif á samtarf ríkjanna við upplýsingaöflun. 

Frakkland og Þýskaland hafa þrýst á Bandaríkin til að setjast niður til að ræða og fara yfir málið, en Frakkar og Þjóðverjar vilja komast að nýju samkomulagi við Bandaríkin fyrir árslok. 

Í vikunni hafa borist allmargar fréttir af meintum njósnum bandarísku leyniþjónustunnar gagnvart, m.a. fréttir af því að sími Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hafi verið hleraður.

Þá hefur komið fram að NSA hafi hlerað milljónir símtala í Frakklandi.

Þá hafa Spánverjar, líkt og Þjóðverjar og Frakkar, boðað sendiherra Bandaríkjanna á sinn fund til að ræða meintar hleranir á Spáni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert