NSA njósnaði í Noregi

Glenn Greenwald hefur tekið þátt í að birta upplýsingar úr …
Glenn Greenwald hefur tekið þátt í að birta upplýsingar úr skjölum sem Edward Snowden komst yfir. LIA DE PAULA

Banda­ríski blaðamaður­inn Glenn Greenwald, sem starfar fyr­ir breska blaðið Guar­di­an, seg­ir að hann sé með gögn sem sýni að Þjóðarör­ygg­is­stofn­un Banda­ríkj­anna (NSA) hafi stundað njósn­ir í Nor­egi.

Þetta seg­ir hann í sam­tali við Dag­bla­det í Nor­egi. Hann seg­ir að gögn sem upp­ljóstr­ar­inn Edw­ard Snowd­en komst yfir sýni að NSA hafi njósnað í Nor­egi. Hann seg­ist á þessu stigi ekki reysta sér til að svara því hvort njósn­irn­ar hafi beinst að ein­stak­ling­um eða fyr­ir­tækj­um í Nor­egi.

Greenwald seg­ir að það sé gríðarleg vinna að fara í gegn­um gögn­in frá Snowd­en. Um sé að ræða þúsund­ir skjala. Þau séu brot­in upp í hluta og það geti verið tækni­lega erfitt að lesa úr þeim.

Guar­di­an sagði frá því í vik­unni að NSA hefði hlerað síma hjá 35 þjóðhöfðingj­um víða um heim, m.a. leiðtog­um Þýska­lands, Bras­il­íu og Mexí­kó. Greenwald vill ekki svara því hvort sími stjórn­mála­manna í Nor­egi hafi verið hleraðir. Hann seg­ist ekki hafa unnið með þau skjöl þar sem fram kem­ur sím­ar hvaða þjóðhöfðingja voru hleraðir.

Talsmaður Ang­elu Merkel kansl­ara Þýska­lands sagði í gær­kvöldi að ákveðið hefði verið að yf­ir­menn þýsku leyniþjón­ust­unn­ar færu til Washingt­on í næstu viku til viðræðna við stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um um njósn­ir NSA í Þýskalandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert