Merkel er alltaf í símanum

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, með símann í höndunum.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, með símann í höndunum. STEFAN SAUER

Löngu áður en hler­ana­málið komst í há­mæli var Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, þekkt fyr­ir að vera stöðugt með sím­ann í hönd­un­um við að senda síma­skila­boð. Hún mun ekki hafa breytt síma­notk­un sinni þó að upp­lýst hafi verið að sími henn­ar hafi verið hleraður.

Þeir sem fylgj­ast með þing­störf­um í Þýskalandi hafa tekið eft­ir að Merkel er stöðugt með sím­ann í hönd­un­um að senda síma­skila­boð. Hún er sögð senda samþing­mönn­um sín­um gjarn­an skila­boð meðan þing­fund­ur stend­ur yfir. Síðan lít­ur hún til þing­mann­anna til að sjá hvort þeir hafi fengið skila­boðin.

Síma­hler­an­ir eru sér­lega viðkvæmt mál í Þýskalandi í ljósi sög­unn­ar. Lík­lega hafa hvergi í heim­in­um verið stundaðar hler­an­ir og njósn­ir með jafn­skipu­lögðum hætti og í A-Þýskalandi. Merkel ólst upp í A-Þýskalandi og þekk­ir því þessa sögu vel.

Í dag eru höfuðstöðvar Stasi í A-Berlín safn og þar er hægt að fræðast um þenn­an kafla í sögu Þýska­lands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert